fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Viðar staðfestir að hann verði líklega seldur – ,,Tyrkland er líklegur áfangastaður“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. janúar 2020 17:04

Viðar kom víða við á ferlinum og KA vonast til að reynsla hans hjálpi liðinu í Evrópukeppni í sumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson hefur yfirgefið lið Rubin Kazan í Rússlandi en hann var þar í láni frá Rostov.

Það gekk erfiðlega hjá Viðari hjá Rubin og hefur tími hans í Rússlandi verið ansi slæmur í heildina.

Viðar staðfesti það í samtali við Mbl.is í dag að hann væri líklega að yfirgefa Rússland endanlega.

Hann segist vera með nokkur áhugaverð tilboð frá Tyrklandi og er það líklegur áfangastaður.

,,Rostov kallaði mig til baka úr láni í gær og það var svo staðfest í dag. Ég er bara sátt­ur við þá ákvörðun og ég geri fast­lega ráð fyr­ir því að verða seld­ur frá fé­lag­inu í janú­ar og mér finnst lík­legt að það sé ástæðan fyr­ir því að ég hafi verið kallaður til baka úr láni,“ sagði Viðar.

„Það er áhugi frá mörg­um lönd­um en eins og staðan er í dag finnst mér ekki lík­legt að ég fari til Svíþjóðar þótt það sé búið að orða mig einna mest við klúbba í Svíþjóð.“

,,Ég er orðinn 29 ára gam­all og geri mér grein fyr­ir því að ég er ekki á leið í ensku úr­vals­deild­ina en ég vil kom­ast á stað þar sem ég get verið næstu árin. Planið var að reyna að kom­ast nær Íslandi en ég er í raun op­inn fyr­ir öllu. Það eru nokk­ur áhuga­verð til­boð frá Tyrklandi og Tyrk­land er því lík­leg­ur áfangastaður í dag,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll