fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Viðar staðfestir að hann verði líklega seldur – ,,Tyrkland er líklegur áfangastaður“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. janúar 2020 17:04

Viðar kom víða við á ferlinum og KA vonast til að reynsla hans hjálpi liðinu í Evrópukeppni í sumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson hefur yfirgefið lið Rubin Kazan í Rússlandi en hann var þar í láni frá Rostov.

Það gekk erfiðlega hjá Viðari hjá Rubin og hefur tími hans í Rússlandi verið ansi slæmur í heildina.

Viðar staðfesti það í samtali við Mbl.is í dag að hann væri líklega að yfirgefa Rússland endanlega.

Hann segist vera með nokkur áhugaverð tilboð frá Tyrklandi og er það líklegur áfangastaður.

,,Rostov kallaði mig til baka úr láni í gær og það var svo staðfest í dag. Ég er bara sátt­ur við þá ákvörðun og ég geri fast­lega ráð fyr­ir því að verða seld­ur frá fé­lag­inu í janú­ar og mér finnst lík­legt að það sé ástæðan fyr­ir því að ég hafi verið kallaður til baka úr láni,“ sagði Viðar.

„Það er áhugi frá mörg­um lönd­um en eins og staðan er í dag finnst mér ekki lík­legt að ég fari til Svíþjóðar þótt það sé búið að orða mig einna mest við klúbba í Svíþjóð.“

,,Ég er orðinn 29 ára gam­all og geri mér grein fyr­ir því að ég er ekki á leið í ensku úr­vals­deild­ina en ég vil kom­ast á stað þar sem ég get verið næstu árin. Planið var að reyna að kom­ast nær Íslandi en ég er í raun op­inn fyr­ir öllu. Það eru nokk­ur áhuga­verð til­boð frá Tyrklandi og Tyrk­land er því lík­leg­ur áfangastaður í dag,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

ÍBV staðfestir kaup á Eiði Atla

ÍBV staðfestir kaup á Eiði Atla
433Sport
Í gær

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Í gær

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi
433Sport
Í gær

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál
433Sport
Í gær

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir

Guardiola sáttur með stöðuna á hópnum – Bara tveir meiddir
433Sport
Í gær

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu
433Sport
Í gær

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi