James Milner og Naby Keita, miðjumenn Liverpool verða frá í einhvern tíma vegna vöðvameiðsla. Ekki er ljóst hvenær þeir snúa aftur.
Fyrir er Fabinho meiddur á miðsvæðinu og því er að verða þunnskipað hjá Jurgen Klopp, hans mikilvægustu menn Jordan Henderson og Georginho Wijnaldum eru hins vegar heilir.
,,Þetta eru vöðvameiðsli, þeir eru ekki eins leikmenn. Við höfum ekki sett neinn tímaramma á endurkomu,“ sagði Jurgen Klopp.
,,Þeir verða ekki með um helgina, ekki helgina eftir. Svo sjáum við til.“
Liverpool heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á morgun, en leikurinn fer fram í London síðdegis.
James Milner and Naby Keita, hamstring and groin respectively, are unavailable. „Both are muscle injuries, different, and they are different people. We don’t have to put a timeframe on it. Not this weekend, not next weekend… Then we will see.“
— Ben Dinnery (@BenDinnery) January 10, 2020