fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Ferguson var brjálaður: Fékk sér í glas – Á sama tíma hélt Woodward um andlit sitt

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 12:08

Sir Alex Ferguson hringdi tvisvar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í fyrradag er Manchester United fékk granna sína í Manchester City í heimsókn. Um var að ræða leik í enska deildarbikarnum en liðin eiga eftir að spila á Etihad vellinum, heimavelli City. City er þó í mjög góðri stöðu fyrir þann leik eftir að hafa unnið 3-1 útisigur í kvöld og nokkuð sannfærandi.

Öll mörk City komu í fyrri hálfleik en þeir Bernardo Silva og Riyad Mahrez skoruðu fyrstu tvö. Það var heppnisstimpill yfir þriðja markinu en Andreas Pereira fékk þá boltann í sig og varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. United tókst að laga stöðuna í 3-1 með marki frá Marcus Rashford en það dugði ekki til og lokastaðan, 1-3.

Daily Star fjallar um VIP svæði félagsins, en þar var þungt andrúmsloft í hálfleik þegar City var 0-3 yfir.

,,VIP herbergi stjórnarmanna var með dökkt ský yfir sér í hálfleik,“ sagði heimildarmaður Daily Star.

,,Sir Alex Ferguson rauk inn á skrifstofu sína, hann gat ekki talað við neinn. Á sama hélt Ed Woodward bara um andlit sitt,“ sagði heimildarmaðurinn og sagði að Ferguson hafi setið einn og fengið sér rauðvín, til að róa sig niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Arftaki Mourinho klár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Arftaki Mourinho klár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt

Stuðningsmenn Liverpool spenntir – Nýjasti leikmaður liðsins í áflogum við stjörnu Liverpool í nótt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mbappe fór í sögubækurnar gegn Íslandi

Mbappe fór í sögubækurnar gegn Íslandi
433Sport
Í gær

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“

Jón Dagur ræðir subbulega brotið í París – „Ég fattaði það strax að þetta væri rautt, ég fann höggið“
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París

Einkunnir leikmanna Íslands – Afar svekkjandi í París