fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433

Guardiola: Þetta er ekki búið, þetta er Manchester United

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 22:19

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ánægður með sína menn eftir leik við Manchester United í kvöld.

City vann 3-1 sigur á Old Trafford í enska deildarbikarnum en seinni viðureign liðanna er eftir á Etihad.

,,Þetta var erfitt á fyrstu mínútunum og þeir fengu 1-2 skyndisóknir áður en Bernardo skoraði magnað mark,“ sagði Guardiola.

,,Í seinni hálfleik þá skiptu þeir um kerfi og við áttum í vandræðum með að halda boltanum en úrslitin voru góð.“

,,Þetta er ekki búið, þetta er Manchester United og við höfum séð þá koma til baka eins og gegn PSG á síðustu leiktíð.“

,,Vonandi verður leikurinn góður og við getum komist í úrslitin á ný.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál