fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Emil kynntur til leiks á Ítalíu: „Hef metnað til að sanna ágæti mitt“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. janúar 2020 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson hefur skrifað undir hjá Calcio Padova á Ítalíu. Hann gerir samning út leiktíðina. Emil hefur verið án félags síðan í sumar, þegar samningur hans við Udinese rann út. Hann hefur síðan þá æft með FH.

Emil hefur beðið eftir rétta tilboðinu en það hefur látið á sér standa, hann skoðaði aðstæður hjá Padova á dögunum. Padova er í fjórða sæti í Seriu-C og á fínan möguleika á að komast upp. Emil er 35 ára og hefur spilað á Ítalíu frá 2010.

,,Ég talaði við þjálfarann, ég var án félags í 5-6 mánuði. Ég vildi spila og komast aftur í leikinn, þetta kom upp fyrir jólin,“ sagði Emil þegar hann var kynntur til leiks á Ítalíu í dag.

,,Ég spilaði þrjá landsleiki í haust og lék þrjá æfingaleiki með FH, stærsta liðinu á Íslandi. Margir hafa talað um að ég væri hættur, eftir meiðsli sem komu upp fyrir ári síðan. Það er ekki þannig, ég vil sanna mig aftur. Udinese kom vel fram við mig, þeir vildu fá mig aftur eftir Frosinone tímann.“

,,Ég hef metnað til að sanna ágæti mitt, vonandi getum við náð markmiðinu. Ég hef séð einn leik og veit ekki mikið um Seriu C í dag, ég var hérna fyrir tíu árum með Verona. Fjölskylda mín kemur með mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá síðasti sem Amorim vill henda út fær líflínu

Sá síðasti sem Amorim vill henda út fær líflínu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Arftaki Mourinho klár