fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

United sleit loforð á síðustu stundu: ,,Ég varð mjög sár og við rifumst“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 5. janúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vængmaðurinn Nani var hársbreidd frá því að ganga í raðir Juventus árið 2013, sama ár og Sir Alex Ferguson yfirgaf Manchester United.

Nani staðfesti þetta sjálfur í viðtali við Tribuna Expresso en hann leikur í dag með Orlando City í Bandaríkjunum.

Nani var óánægður hjá félaginu á þessum tíma og vildi komast burt – sérstaklega eftir að hafa verið á bekknum í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2011.

,,Þegar Ferguson fór þá vildi ég gera það sama. Ég taldi það vera rétta tímann. Það sem hafði gerst skildi mig eftir óánægðan,“ sagði Nani.

,,Ákvörðunin kom mér verulega á óvart og ég taldi það best að fá tækifæri hjá öðru liði í kannski annarri deild.“

,,Ég var búinn að hugsa þetta út í gegn. Það var bara ekki svo auðvelt, Manchester ætlaði ekki að hleypa mér burt auðveldlega.“

,,Eftir að hafa jafnað mig af meiðslum þá var ég á leið til Juventus, allt var að ganga upp. Juventus vildi mig, stjórnarformaðurinn sagði já og stjórinn sagði já.“

,,Svo á síðustu stundu þegar glugginn var að loka þá sögðu þeir að ég mætti ekki lengur fara.“

,,Ég varð mjög sár og við rifumst. Eftir að hafa hugsað þetta þá sagði ég við þá að ég væri hér og að ég myndi gera mitt besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Í gær

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár