Sky Sports greinir frá því í kvöld að Manchester City hafi engan áhuga á varnarmanninum Caglar Soyuncu.
Fyrr í vikunni var greint frá því að Leicester hefði hafnað 38 milljóna punda tilboði frá City í leikmanninn.
City hefur verið í vandræðum í öftustu línu á tímabilinu og hefur þurft að nota miðjumenn í þeirri stöðu.
Soyuncu hefur spilað vel með Leicester á tímabilinu og hefur fyllt skarð Harry Maguire vel.
Hann er þó ekki að fara til City samkvæmt Sky og fer líklega ekkert í glugganum.