fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Þá langaði í bjór og hann náði í lyklana að ríkinu: ,,Við borguðum bara með seðlum“

433
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 07:00

Vínbúðin á Vopnafirði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram hörkuleikur í 3.deild karla um helgina er lið Augnabliks og Einherja áttust við á Vopnafirði.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Todor Hristov kom Einherja yfir áður en Nökkvi Egilsson tryggði Augnabliki stig.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var sögð ansi skemmtileg saga af leik helgarinnar eða af því sem gerðist eftir leik.

Sérfræðingurinn Kristján Óli Sigurðsson sagði þessa sögu í þættinum en við hlið hans sátu Hjörvar Hafliðason og Hrafnkell Freyr Ágústsson.

,,Ég verð að koma með eina sögu tengda þessum leik. Todorinn setti eitt mark á sjöundu mínútu og þeir voru nú ekkert það pirraðir eftir leik, Einherjamenn að þeir hafi ekki náð þrem punktum,“ sagði Kristján.

,,Hann vinnur í ríkinu á Vopnafirði og þar er bara opið á milli 10 og 12 á laugardögum en hann náði bara í lyklana fyrir Augnabliks-strákana svo þeir gætu fengið sér 2-3 kalda á leiðinni heim!

Það var einmitt Hrafnkell sem tók á móti lyklunum en hann er leikmaður Augnabliks og tók þátt í verkefni helgarinnar.

,,Hann náði í lyklana fyrir mig. Þetta er algjör toppmaður. Við borguðum bara með seðlum,“ sagði Hrafnkell.

,,Ég addaði honum á Facebook eftir þetta og er að spá í að fara bara að spjalla við hann. Þetta er það mikill meistari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum