fbpx
Fimmtudagur 29.janúar 2026
433Sport

United staðfestir kaupin á Daniel James

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur loks staðfest að félagið hafi gengið frá kaupum á velska landsliðsmanninum Daniel James frá Swansea. James, sem er 21 árs, er búinn að skrifa undir fimm ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Talið er að United greiði 15 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Uppgangur þessa eldfjóta vængmanns hefur verið magnaður undanfarið ár eða svo, en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Swansea í febrúar 2018. Hann spilaði svo sinn fyrsta landsleik fyrir Wales í nóvember í fyrra en áður hafði hann leikið fyrir yngri landsliðin.

„Daniel er mjög spennandi ungur kantmaður með mikla tæknilega getu, útsjónarsemi, mikinn hraða og vinnusemi,“ segir Ole Gunnar Solskjær, þjálfari United-liðsins, í frétt á heimasíðu United. Bætti hann við að Manchester United væri rétta félagið fyrir leikmanninn til að þróa hæfileika sína áfram.

Daniel James segir að dagurinn sem hann skrifaði undir hjá Manchester United hafi verið hans besti. „Ég hlakka mikið til. Enska úrvalsdeildin er sú besta í heimi og Manchester United er fullkomið félag fyrir mig. Ég er mjög stoltur og það er fjölskyldan mín líka, en ég er leiður yfir því að faðir minn hafi ekki getað upplifað þetta með okkur,“ segir James en faðir hans lést á dögunum. Faðir hans var sextugur en hann hafði glímt við veikindi áður en hann féll frá í maímánuði.

James spilaði 38 leiki fyrir Swansea á síðasta tímabili en í þeim skoraði hann 5 mörk og lagði upp 10.

Hér að neðan má svipmyndir af Daniel James:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ward-Prowse í læknisskoðun

Ward-Prowse í læknisskoðun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brooklyn Beckham birtir fyrstu færsluna eftir að hann hóf stríð við fjölskyldu sína opinberlega – Hefur nú lokað fyrir athugasemdir

Brooklyn Beckham birtir fyrstu færsluna eftir að hann hóf stríð við fjölskyldu sína opinberlega – Hefur nú lokað fyrir athugasemdir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skiptin að ganga í gegn fyrir rúma sex milljarða

Skiptin að ganga í gegn fyrir rúma sex milljarða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Fer frá KR til Eyja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Framtíð Sterling gæti ráðist á næstu sólarhringum – Munu hugsanlega borga hann út

Framtíð Sterling gæti ráðist á næstu sólarhringum – Munu hugsanlega borga hann út
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Landsliðskonan skrifaði undir í Flórens

Landsliðskonan skrifaði undir í Flórens
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gefur í skyn að Alvarez gæti endað hjá Arsenal

Gefur í skyn að Alvarez gæti endað hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjörvar varpar fram kenningu um umdeilt útspil Arnars um helgina – „Held að hann sé að reyna að henda þessu frá sér“

Hjörvar varpar fram kenningu um umdeilt útspil Arnars um helgina – „Held að hann sé að reyna að henda þessu frá sér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Jóhannes ekki á heimleið heldur söðli hann um innan Danmerkur

Segir Jóhannes ekki á heimleið heldur söðli hann um innan Danmerkur