fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Jói Berg: Við hefðum skorað fleiri og pakkað þeim saman

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Íslands, lagði upp fyrra mark Íslands í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Tyrkjum.

Sigurinn var frábær hjá íslenska liðinu og var Jóhann að vonum sáttur í leikslok.

,,Þetta var mjög solid hjá okkur. Auðvitað þegar þeir ná þessu eina marki inn þá kemur smá stress og þeir fá eitt færi eftir það en annars var ekki mikið að gerast. Svipað og í Albaníuleiknum,“ sagði Jóhann.

,,Hefðu þeir ekki náð þessu marki inn þá hefðum við skorað fleiri og pakkað þeim saman.“

,,Við fengum aukaspyrnu aðeins á undan og Gylfi tók hana. Okkur fannst línan svo há en svo vorum við komnir aðeins nær markinu og ég ákvað að taka þetta. Ég setti hann á hættulegan stað og Raggi var mættur.“

,,Ég hef verið betri en ég bjóst ekki við að ná svona löngum spiltíma. Í endann var ég gjörsamlega búinn. Ég er búinn að æfa kannski tvisvar og það var ekki mikið eftir á tankinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool
433Sport
Í gær

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“