fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Jói Berg: Við hefðum skorað fleiri og pakkað þeim saman

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 21:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Íslands, lagði upp fyrra mark Íslands í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Tyrkjum.

Sigurinn var frábær hjá íslenska liðinu og var Jóhann að vonum sáttur í leikslok.

,,Þetta var mjög solid hjá okkur. Auðvitað þegar þeir ná þessu eina marki inn þá kemur smá stress og þeir fá eitt færi eftir það en annars var ekki mikið að gerast. Svipað og í Albaníuleiknum,“ sagði Jóhann.

,,Hefðu þeir ekki náð þessu marki inn þá hefðum við skorað fleiri og pakkað þeim saman.“

,,Við fengum aukaspyrnu aðeins á undan og Gylfi tók hana. Okkur fannst línan svo há en svo vorum við komnir aðeins nær markinu og ég ákvað að taka þetta. Ég setti hann á hættulegan stað og Raggi var mættur.“

,,Ég hef verið betri en ég bjóst ekki við að ná svona löngum spiltíma. Í endann var ég gjörsamlega búinn. Ég er búinn að æfa kannski tvisvar og það var ekki mikið eftir á tankinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi

Kona ákærð eftir ölvunarakstur – Fórnarlamb hennar missti löppina og var haldið sofandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum framherji United spáir því að Wirtz muni slá í gegn hjá Liverpool

Fyrrum framherji United spáir því að Wirtz muni slá í gegn hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu með leikmönnum United í átta mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu með leikmönnum United í átta mánuði
433Sport
Í gær

Manchester-félögin og Arsenal á meðal áhugasamra um eftirsóttan bita

Manchester-félögin og Arsenal á meðal áhugasamra um eftirsóttan bita
433Sport
Í gær

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli