fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Ólafur var of dómharður og hafði rangt fyrir sér: ,,Týpísk prímadonna sem er hérna því hann á frægan bróður“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ólafur Ingi Skúlason sem er 35 ára gamall en hann hefur átt magnaðan feril, byrjaði hann með Fylki en hélt síðan til Arsenal.

Ólafur ræddi aðeins Thorgan Hazard, fyrrum liðsfélaga sinn en þeir voru saman hjá Zulte Waregem í Belgíu. Ólafur lék með liðinu frá 2011 til 2015.

Thorgan er yngri bróðir Eden Hazard en sá síðarnefndi leikur með Chelsea og hefur gert í mörg ár.

Ólafur var alltaf mjög hrifinn af Thorgan sem leikmanni en hann spilar í dag fyrir Borussia Monchengladbach í Þýskalandi.

Fólk teiknar upp ákveðna mynd þegar kemur að Thorgan og að hann hafi komist svo langt á nafninu. Það er hins vegar ekki rétt.

,,Fyrst þá gerði ég alveg í því að hnoðast á honum á æfingum. Ég hugsaði með mér að þetta væri týpísk prímadonna sem væri hérna því hann á frægan bróður,“ sagði Ólafur.

,,Ég var búinn að búa þá staðalímynd til og var að hnoðast og djöflast í honum, láta hann finna aðeins fyrir því en hann kom alltaf til baka. Hann lét mig finna fyrir því til baka og kvartaði aldrei eða kveinaði.“

,,Hann var ótrúlega skemmtilegur og hress og hann er einn af mínum uppáhalds meðspilurum í gegnum minn feril.“


,,Það var ótrúlega gaman að vera í kringum hann, hann var ótrúlega glaður og jákvæður og í rauninni allt öðruvísi en ég hélt.“

,,Hann var engin prímadonna og það voru engir stælar í honum. Maður fann það bara hversu gaman honum fannst í fótbolta og hvað hann var viljugur til að bæta sig og viljugur til að sýna sig. Hann var frábær liðsfélagi og það var ótrúlega gaman að hafa upplifað þessi tvö tímabil með honum.“

,,Þetta var allt skrítið hvernig var haldið utan um þetta. Hann var í Lens þegar hann kemur til okkar og skrifar undir samning við Chelsea og er lánaður til okkar. Það meikaði ekki sens að Chelsea væri að kaupa hann.“

,,Þá um leið ertu búinn að festa hann við bróðirinn. Að hann fengi samning útaf bróður sínum. Það er ekki sanngjarnt gagnvart honum. Hann var þarna besti leikmaður í belgísku deildinni á þessum tímabilum.“

,,Hann er kannski búinn að fara rétta leið í þessu, hann fer til Monchengladbach og spilar þar alla leiki. Hann er svona þeirra aðal vopn fram á við. Ég vona fyrir hans hönd, hann á skilið að komast í ennþá stærra lið og í einhverja Meistaradeildarbaráttu. Hann á það skilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi