fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Margrét ræðir samstarf sem vakti athygli allra landsmanna: ,,Fyrsta skiptið sem þetta er gert á Íslandi“

Victor Pálsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Margrét Lára Viðarsdóttir, hún hefur átt magnaðan feril, hún er ein allra besta, ef ekki besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt.

Margrét var barnastjarna, sem ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún var einn besti leikmaður í heimi en meiðsli gerðu henni erfitt fyrir. Tölfræði hennar með kvennalandsliðinu er svo ótrúleg.

Eftir að hafa unnið íþróttamaður ársins árið 2007 þá fór Margrét í samstarf við Tryggingarmiðstöðina.

Það samstarf vakti athygli landsmanna en Margrét ók á meðal annars um á sérmerktum bíl sem hafði ekki sést áður.

Margrét tjáir sig aðeins um þennan tíma og segir að hún hafi farið inn í samstarfið með rétt hugarfar og horfði ekki of stórt á sig.

,,Þetta er örugglega í fyrsta skiptið sem eitthvað svona er gert fyrir knattspyrnukonu á Íslandi,“ sagði Margrét.

,,Það góða var að ég höndlaði þetta alveg ágætlega. Ég fór aldrei í það að líta á mig eitthvað merkikerti.“

,,Ég fór meira út í það að ég væri kominn á sérmerktan bíl, stattu undir því. Ég fór í það sem er gott hugarfar en ég fór bara aðeins of langt með það hugarfar.“

,,Ég gaf mikið af mér, ég hélt fyrirlestra um allt land á vegum TM og það er fyndið að hugsa um það í dag en ég er að tala um hugarfar afrekmannsins og svo er ég menntaður sálfræðingur í dag!“

,,Þarna fór ég að finna það snemma hvað hugarfarið skiptir miklu máli. Ég horfi á þennan fyrirlestur í dag og hugsa hvað ég væri að segja.“

,,Ég var að reyna að gefa af mér og taldi að þetta væri rétta leiðin og ég held að hún hafi verið það. Þetta gerði líka mikið fyrir kvennaboltann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki