fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Seldi sígarettur og síma á götunni áður en kallið kom: ,,Spila fyrir stærsta félag heims í dag“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. desember 2019 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, upplifði erfiða tíma þar sem hann ólst upp í Fílabeinsströndinni.

Bailly er 25 ára gamall en fyrir fimm árum síðan þá var hann að selja síma og sígarettur til að þéna peninga fyrir fjölskyldu sína.

Hann fékk svo tækifæri á að semja við akademíu Espanyol og síðan þá hafa hlutirnir gerst hratt fyrir sig.

,,Eftir tvo mánuði þá hafði ég skrifað undir samning við Espanyol. Ég var orðinn atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Bailly.

,,Þegar ég sneri aftur heim þá voru allir svo ánægðir. Öll fjölskyldan fagnaði mér og faðir minn var himinlifandi og eldaði kjúkling.“

,,Þegar ég fékk fyrst borgað þá millifærði ég peninginn til fjölskyldunnar. Síðan þá hafa hlutirnir gengið hratt fyrir sig.“

,,Ég eyddi 18 mánuðum hjá Villarreal og var svo að spila fyrir Manchester United.“

,,Á fimm árum þá fór ég frá því að selja sígarettur og síma á götum Abidjan í að spila fyrir stærsta félag heims.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni