fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Seldi sígarettur og síma á götunni áður en kallið kom: ,,Spila fyrir stærsta félag heims í dag“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 29. desember 2019 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, upplifði erfiða tíma þar sem hann ólst upp í Fílabeinsströndinni.

Bailly er 25 ára gamall en fyrir fimm árum síðan þá var hann að selja síma og sígarettur til að þéna peninga fyrir fjölskyldu sína.

Hann fékk svo tækifæri á að semja við akademíu Espanyol og síðan þá hafa hlutirnir gerst hratt fyrir sig.

,,Eftir tvo mánuði þá hafði ég skrifað undir samning við Espanyol. Ég var orðinn atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Bailly.

,,Þegar ég sneri aftur heim þá voru allir svo ánægðir. Öll fjölskyldan fagnaði mér og faðir minn var himinlifandi og eldaði kjúkling.“

,,Þegar ég fékk fyrst borgað þá millifærði ég peninginn til fjölskyldunnar. Síðan þá hafa hlutirnir gengið hratt fyrir sig.“

,,Ég eyddi 18 mánuðum hjá Villarreal og var svo að spila fyrir Manchester United.“

,,Á fimm árum þá fór ég frá því að selja sígarettur og síma á götum Abidjan í að spila fyrir stærsta félag heims.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár