fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Ógleymanlegt svindl sem kostaði þá risastórt tækifæri: Þurfti að flýja heimilið eftir morðhótanir – ,,Ég mun aldrei tala við hann“

Victor Pálsson
Föstudaginn 27. desember 2019 19:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega tíu árum síðan þá urðu knattspyrnuaðdáendur vitni að sögulegu atviki sem átti sér stað í leik Írlands og Frakklands í umspilsleik um laust sæti á lokakeppni HM.

Þessi leikur er einn sá sögulegasti á þessum áratug en það voru Frakkar sem tryggðu sér að lokum sætið í lokakeppninni.

Fyrri leikur liðanna fór fram í Dublin í Írlandi og þar höfðu Frakkarnir betur með einu marki gegn engu og voru í góðri stöðu fyrir seinni viðureignina.

Írland byrjaði vel í seinni leiknum og kom Robbie Keane liðinu yfir í París og þurrkaði þar með út mark Frakka, staðan var því 1-1 og allt undir.

Þá gerðist atvik sem Írar munu aldrei gleyma, þegar Thierry Henry lagði upp mark fyrir Frakkland á varnarmanninn William Gallas í framlengingu.

Um var að ræða markið sem tryggði Frökkum áfram alla leið á HM – það átti þó aldrei að standa og hefði ekki staðið ef VAR væri til staðar á þeim tíma eins og í dag.

Henry notaði hendina innan teigs til að stöðva boltann áður en hann sendi knöttinn fyrir á Gallas sem kom honum í netið af stuttu færi.

Markið var eins ólöglegt og þau gerast en Henry notaði hendina viljandi til að ná stjórn á boltanum og gat þar með lagt hann á Gallas sem fagnaði eins og óður maður sem og aðrir leikmenn Frakklands.

Henry er þekktur sem ‘franski svindlarinn’ í Írlandi eftir þetta atvik og var harðlega gagnrýndur af fjölmiðlum, leikmönnum og stuðningsmönnum.

,,Ég sagði við leikmennina, ‘já þetta var hendi og mér þykir fyrir þessu,‘ sagði Henry við kollega sína eftir markið og lokaflautið og viðurkenndi þar með að markið hefði ekki átt að standa.

Dómari leiksins, Martin Hansson, er sænskur og viðurkenndi síðar að hann hafi brotnað niður eftir að hafa séð atvikið aftur. Hann hélt að hann hefði átt einn besta leik ferilsins á flautunni.

,,Ég hélt í alvöru að þetta væri einn besti leikur ferilsins. Sem dómara þá hlakkar þig yfirleitt ekki til að spila framlenginguna. Ég hélt að þetta hefði verið mjög vel dæmdur leikur.“

Hansson fékk morðhótanir frá írskum stuðningsmönnum eftir atvikið og þurfti um tíma að flýja heimili sitt í Svíþjóð ásamt fjölskyldu.

Í viðtali við the Athletic bætti Hansson við: ‘Ég mun aldrei tala við hann,’ og svaraði þar með spurningu miðilsins hvort hann myndi einhvern tímann ræða við Henry ef tækifærið væri til boða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár