fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Mögnuð endurkoma Wolves gegn Manchester City – Traore gerði gæfumuninn

Victor Pálsson
Föstudaginn 27. desember 2019 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wolves 3-2 Manchester City
0-1 Raheem Sterling(25′)
0-2 Raheem Sterling(50′)
1-2 Adama Traore(55′)
2-2 Raul Jimenez(82′)
3-2 Matt Doherty(90′)

Wolves vann stórkostlegan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Manchester City.

Það var boðið upp á magnaðan leik en City spilaði manni færri frá 12. mínútu eftir rautt spjald Ederson í markinu.

City komst þó yfir en Raheem Sterling skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu er hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnuklúðri.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Sterling annað mark City og útlitið ekki bjart fyrir heimamenn.

Ekki löngu seinna minnkaði Adama Traore þó muninn fyrir Wolves með fínu skoti utan teigs.

Þegar átta mínútur voru eftir þá var staðan orðin 2-2 en Raul Jimenez skoraði þá fyrir Wolves eftir sendingu Traore.

Það var svo bakvörðurinn Matt Doherty sem tryggði Wolves þrjú stig á lokamínútu leiksins og 3-2 sigur staðreynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“