fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Mandzukic mættur í deildina til Arons, Birkis og Heimis

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. desember 2019 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mario Mandzukic hefur skrifað undir hjá Al-Duhail í Katar, þetta var staðfest í gær en um er að ræða mikinn styrk fyrir deildina í Katar.

Mandzukic hafði verið orðaður við Manchester United en félagið virtist ekki hafa mikinn áhuga á honum.

Mandzukic er 33 ára gamall og hefur ekki þurft að mæta á æfingar með Juventus, síðustu vikur. Maurizio Sarri vildi ekki nota hann.

Deildin í Katar er staður þar sem leikmenn mæta oft á síðustu metrum ferilsins en ná að halda í sömu laun.

Í Katar eru þrír Íslendingar hjá Al-Arabi, Heimir Hallgrímsson stýrir liðinu og þar spila Aron Einar GUnnarsson og Birkir Bjarnason.

Mandzukic er oft nefndur óvinur Íslands en hann fékk rautt spjald í leik gegn Íslandi árið 2013, fyrir grófa tæklingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Í gær

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi
433Sport
Í gær

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu