fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Varð fyrir rasisma í gær og er undrandi: ,,Hvenær hættið þetta kjaftæði?“

Victor Pálsson
Mánudaginn 23. desember 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Rudiger, leikmaður Chelsea, varð fyrir kynþáttaníði á heimavelli Tottenham í kvöld.

Rudiger spilaði með Chelsea gegn Tottenham en þeir bláklæddu unnu góðan 0-2 útisigur.

Í seinni hálfleik þá ræddi Rudiger við fyrirliða sinn Cesar Azpilicueta og greindi frá því að hann hafi orðið fyrir rasisma.

Azpilicueta fór því og ræddi við Anthony Taylor, dómara leiksins, sem lét sína aðstoðarmenn vita.

Rudiger gaf einnig til kynna að hann hafi verið kallaður api af stuðningsmönnum heimaliðsins.

Hann tjáði sig um atvikið eftir leik.

,,Það er mjög sorglegt að verða vitni af rasisma á knattspyrnuleik en það er mikilvægt að tala um það opinberlega,“ sagði Rudiger.

,,Ef ekki þá verður þetta gleymt eftir nokkra daga eins og alltaf. Ég hef fengið mikinn stuðning og líka frá stuðningsmönnum Tottenham og ég þakka fyrir það.“

,,Ég vona að þeir seku verði fundnir og að þeim verði refsað bráðlega. Á svona nýjum velli, með þessar myndavélar og sjónvörp, það hlýtur að vera hægt að finna þá og refsa þeim.“

,,Ef ekki þá hlýtur einhver að hafa orðið vitni að þessu og sá eða heyrði atvikið. Það er skömm af því að rasismi sé til árið 2019. Hvenær hættir þetta kjaftæði?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið