Ensk götublöð fullyrða að Erling Braut-Haaland sé í flugi á leið til Manchester, hann lendi í borginni klukkan 10:15 Félagið er eitt þeirra sem vill klófesta Haaland. Flug frá Stavanger lendir í Manchester innan tíðar.
Ole Gunnar Solskjær stjóri United vill fá Haaland en segir framherjann ekki á leið til Manchester í viðræður við félagið. Haaland sé á leið í jólafrí og fari þessa leið til að ná tengiflugi.
,Hann er ekki að koma til Manchester, ég þekki strákinn og vini hans. Hann er á leið í jólafrí, þú kemst ekki beint frá Stavanger þangað. Hann þarf að taka tengiflug hér,“ sagði Solskjær.
Þá fullyrti Solskjær að Paul Pogba yrði ekki seldur í janúar, hann hefur ekki spilað síðan í september. Solskjær sagði að Pogba væri byrjaður að æfa en ekki væri ljóst hvenær Pogba geti byrjað að spila.