Lommel vann mikilvægan sigur í fallbaráttunni í belgísku B-deildinni í kvöld er liðið mætti Beerschot.
Með Lommel spilar Kolbeinn Þórðarson en hann kom til félagsins fyrr á þessu ári.
Kolbeinn reyndist hetja Lommel í leik kvöldsins en hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 heimasigri.
Lommel er í fallbaráttu í Belgíu en lyfti sér úr fallsæti með sigrinum.