Toby Alderweireld fer ekki frítt frá Tottenham næsta sumar, hann hefur skrifað undir nýjan samning til ársins 2023.
Alderweireld hefur ekki viljað framlengja við Tottenham um langt skeið, hann segir komu Jose Mourinho ástæðuna fyrir því að hann kroti undir.
Toby hefur spilað með Tottenham frá árinu 2015, hann var á mála hjá Atletico Madrid en hafði verið á láni hjá Southampton.
Toby hefur spilað 98 landsleiki fyrir Belgíu, hann lék 50 leiki fyrir Tottenham á síðustu leiktíð.