Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, var nokkuð óánægður með dómgæsluna í leik gegn Monterrey í gær.
Leikmenn Monterrey voru ansi ákafir í leiknum gegn Liverpool í 2-1 tapi en Salah vildi fá meiri vernd frá dómaranum.
,,Þetta var mjög erfiður leikur. Þeir voru mjög ákafir gegn okkur og við kvörtuðum yfir því,“ sagði Salah.
,,Ég held að dómarinn hafi ekki verndað okkur mikið en ég er ekki mættur hingað til að kvarta yfir því.“
,,Að lokum þá sýndum við gæðin og unnum á síðsutu mínútunni. Við áttum það skilið að mínu mati.“