Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid, kvartaði yfir VAR í gær eftir markalaust jafntefli við Barcelona.
Leikur gærkvöldsins var engin frábær skemmtun en Ramos vildi fá tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik.
Hann segir að VAR hafi ollið vonbrigðum og að brotin tvö hafi verið mjög augljós.
,,Við sáum atvikin í leikhléi og þetta var ansi augljóst. Þetta voru bæði vítaspyrnur en við getum ekki breytt því núna,“ sagði Ramos.
,,VAR er hér til að hjálpa. Þetta var óheppni. Á öðrum degi þá fáum við vítaspyrnu sem þeir athuga ekki.“