Liverpool hefur staðfest kaup sín á Takumi Minamino en hann verður löglegur 1. janúar. Hann kemur frá Red Bull Salzburg fyrir 7,25 milljónir punda. Hann gerir fjögurra og hálfs árs samning. En hver er Minamino? Hann er fyrst og síðast sóknarsinnaður miðjumaður sem spilar einnig á kantinum. Hann hefur spilað á miðri miðjunni en kann best við sig framar á vellinum. Hér að neðan er tölfræði hans í Meistaradeildinni í ár.
Hann mun klæðast treyju númer 18 en ljóst er að Minamino verður í stóru hlutverki í herfðum Liverpool í Asíu.
Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur misst af nokkrum leikjum en hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp sex í 11 byrjunarliðsleikjum í Austurríki í ár. Með Japan hefur hann skorað 11 mörk í 22 leikjum.
Minamino er frábær í að búa til hluti fyrir liðsfélaga sína og er góður að koma sér í færi, hann tekur flest af sínum skotum innan teigs. Hann er sagður einkar klókur leikmaður, finnur svæði fyrir samherja sína og sendingarnar koma iðulega á réttum tímapunkti.