fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Gunnar Heiðar stígur sitt fyrsta skref í þjálfun og tekur við KFS

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. desember 2019 13:21

Gunnar Heiðar er þjálfari Njarðvíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Desember er mánuður fagnaðarerindis og er sannarlega um slíkt að ræða hjá KFS að þessu sinni. Markakóngurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur tekið við þjálfun liðsins. Gunnar Heiðar er með gríðarlega reynslu af fótbolta og eru bundnar miklar vonir við þessa ráðningu.

ÍBV og KFS eru í nánu samstarfi sem forsvarsmenn beggja aðila vilja efla og er ráðningin á Gunnari hluti af því.

„ÍBV hefur verið í sambandi við mig í nokkrar vikur og líst því yfir að vilja fá mig til að þjálfa hjá þeim. Þegar félagið þitt leitar til þín þá er mjög erfitt að segja nei við því. Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. Ég hlakka til að hjálpa ungum leikmönnum sem eru kannski ekki alveg klárir í meistaraflokk ÍBV og gera þá að betri leikmönnum,“ sagði Gunnar Heiðar.

,,Ég hef alla tíð verið hlynntur þessu samstarfi hjá ÍBV og KFS. Þegar ég spilaði erlendis þá sá maður vel hvað svona samstarf getur verið mikilvægt fyrir leikmenn sem hafa metnað og vilja til að bæta sig. Margir frábærir leikmenn sem ég spilaði með komu inn í aðalliðið í gegnum svona samstarf. Þetta er frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla leikmenn að spila fullorðinsbolta og eiga möguleikann á að ná lengra,“ sagði Gunnar að þessu tilefni.

KFS er í 4 deild karla en liðið stefnir á að fara upp um deild næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Í gær

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Í gær

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir