Pep Guardiola, stjóri Manchester City, útilokar ekki að Leroy Sane yfirgefi félagið í janúar.
Sane er að jafna sig eftir erfið meiðsli en hann meiddist í sumar og hefur verið frá í marga mánuði vegna þess.
Bayern Munchen reyndi ítrekað að fá Sane til sín áður en hann meiddist en meiðslin settu strik í reikninginn.
Guardiola viðurkennir það þó að það gæti verið möguleiki að Sane fari annað á nýju ári.
,,Ég veit ekkert um það eins og er. Það getur allt gerst,“ sagði Guardiola við blaðamenn.