Erling Haaland, framherji Red Bull Salzburg er of dýr fyrir Red Bull Leipzig, félagið hefur boðið norska framherjanum samning.
Bild segir að Mino Raiola, umboðsmaður Haaland hafi farið fram á 8 milljónir evra í árslaun, 1,1 milljarð íslenskra króna. Það er Leipzig ekki til í að greiða.
Bild segir að Leipzig hafi boðið Haaland um 5 milljónir evra í árslaun eða tæpar 690 milljónir á ári. Ágætis kaup fyrir 19 ára knattspyrnumann.
Haaland getur fengið betri laun hjá Manchester United en Haaland hefur skorað 28 mörk í 22 leikjum fyrir Salzburg.
Líklegast er talið að Haaland skrifi undir hjá Manchester United en verði svo lánaður til Salzburg fram á sumar.