fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433

Vonar að Arteta láti Arsenal vera: ,,Guardiola og Klopp væru í vandræðum“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, vill ekki sjá Mikel Arteta taka við liðinu eins og talað er um.

Arteta er sterklega orðaður við starfið en hann hefur undanfarin ár verið aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City.

Arteta hefur þó aldrei verið aðalþjálfari en hann er einnig fyrrum leikmaður Arsenal.

,,Það er flott að benda á það að hann hafi unnið með Pep Guardiola en við þurfum að vera hreinskilin,“ sagði Merson.

,,Guardiola væri í vandræðum með þetta Arsenal lið. Bæði Guardiola og Jurgen Klopp.“

,,Það er hægt að loka á það að Arteta geti spilað sama fótbolta og Guardiola á Emirates þegar þú horfir á leikmennina sem hann vinnur með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt