fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433

Var hársbreidd frá því að semja við Manchester United

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lucas Moura, leikmaður Tottenham, var nálægt því að ganga í raðir Manchester United árið 2013.

Lucas var þá einn efnilegasti leikmaður heims en hann samdi á endanum við Paris Saint-Germain og síðar Tottenham.

,,Ég var mjög nálægt því að semja við Manchester United, þegar Ferguson var ennþá þarna,“ sagði Lucas.

,,Við áttum samtal en ég ákvað að velja PSG. Ég eyddi fimm frábærum árum þar, ég vann mikið og lærði mikið. Ég sé ekki eftir neinu.“

,,Þrátt fyrir erfiða og slæma tíma þá sé ég ekki eftir neinu því ég þroskaðist og lærði mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt