Krakkalið Liverpool mætir til leiks í átta liða úrslitum deildarbikarsins í kvöld, liðið heimsækir þá Aston Villa.
Liverpool er í Katar þar sem liðið tekur þátt í HM félagsliða, fyrsti leikur er á morgun.
Sökum þess eru bara ungir leikmenn sem taka þátt í leiknum gegn Villa, sumir af þeim halda svo til Katar til að fylla upp í hópinn.
Hér að neðan má sjá liðið sem Liverpool stillir líklega upp í kvöld en Jurgen Klopp verður ekki á svæðinu.
Líklegt byrjunarlið Liverpool:
CAOIMHIN KELLEHER (21)
MORGAN BOYES (18)
SEPP VAN DEN BERG (17)
KI-JANA HOEVER (17)
HERBIE KANE (21)
TONY GALLACHER (20)
PEDRO CHIRIVELLA (22)
ELIJAH DIXON-BONNER (18)
HARVEY ELLIOTT (16)
RHIAN BREWSTER (19)
ISAAC CHRISTIE-DAVIES (22)