Joey Barton yfirgaf Burnley árið 2016 til að ganga í raðir Rangers, ástæðan var sú að Sean Dyche, stjóri félagsins var nískur. Hann vildi ekki borga Barton launin sem hann krafðist, eftir ár hjá Rangers snéri Barton aftur.
Barton gerði vel fyrir Burnley og segir aðstæður hjá félaginu þær bestu sem hann hafi komist í. Hann segir Dyche hins vegar stjórna öllu hjá félaginu og sé nískur á aurinn. Með Burnley leikur, Jóhann Berg Guðmundsson.
,,Ég yfirgaf Burnley, sem var líklega besti staður sem ég hef verið á til að stunda fótbolta. Ég fór bara vegna þess að Dyche er nískur andskoti, verum alveg heiðarleg með það,“ sagði Barton.
,,Hann vildi ekki greiða mér þau laun sem markaðurinn sagði að ég ætti að fá, hann er nískur. Ég hef sagt honum það og hann veit það alveg.“
,,Dyche stjórnar félaginu, eins og hann sé að eyða sínum peningum. Það er í raun frábært, hann stjórnar öllu félaginu og hefur gert frábæra hluti fyrir félagið. En hann er nískur.“
,,Ég fór til Rangers, því ég tjáði honum að það kostaði 10 milljónir punda að fylla mitt skarð. Ég hafði reiknað þetta út. Ég veit hvers virði ég er á markaðnum.“