Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, neitar að hann ætli að yfirgefa félagið á næsta ári.
Brassinn reyndi ítrekað að komast burt frá félaginu síðasta sumar en það gekk ekki upp.
Nú segist sóknarmaðurinn hins vegar vera ánægður og er ekki að hugsa um annað en franska liðið.
,,Af hverju ætti ég að vilja fara héðan? Ég á enn tvö ár eftir af samningnum,“ sagði Neymar.
,,Liðið heldur áfram að bæta sig. Við verðum að halda einbeitingunni og einbeita okkur að þessu tímabili og vinna eins marga titla og hægt er.“
,,Markmiðið er Meistaradeildin á þessu tímabili. PSG er í fyrsta sæti hjá mér.“