fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Lampard fær haug af pening í janúar: Sex sóknarmenn á lista

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea má kaupa leikmenn í janúar og segja ensk blöð að Frank Lampard fái 150 milljónir punda til að styrkja liðið sitt.

Ensk blöð segja að Lampard horfi fyrst og síðast til þess að styrkja liðið sitt fram á við. Jadon Sancho hjá Dortmund og Wilfried Zaha hjá Crystal Palace eru sagðir efstir á listanum.

Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen og Samuel Chukwueze hjá Villarrel eru einnig sagðir koma til greina.

Timo Werner framherji RB Leipzig og Moussa Dembele hjá Lyon eru framherjar sem Lampard horfa til. Búist er við að einhverjir fari.

Olivier Giroud, Pedro og Marcos Alonso eru sagðir til sölu og gætu allir farið í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt