fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Guardiola staðfestir viðræður Arsenal og Arteta

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest að Arsenal sé í viðræðum við Mikel Arteta.

Arteta hefur verið aðstoðarmaður Guardiola hjá City en er nú orðaður við stjórastarfið hjá Arsenal.

,,Ég veit það sem þið vitið. Ég sá hann í dag, hann er að ferðast,“ sagði Guardiola.

,,Við vorum svo sniðugir að fá hann til okkar og nú vilja aðrir fá hann. Hann er frábær manneskja, góður þjálfari og þess vegna hefur hann gert vel.“

,,Hann er að ræða við Arsenal núna svo ég veit ekki hvað mun gerast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt