fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433

Ekki sáttur því Ronaldo vann ekki verðlaunin

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, telur að hans maður hafi átt skilið að vinna Ballon d’Or verðlaunin í ár.

Ballon d’Or verðlaunin fóru til Lionel Messi í ár en þau eru afhent besta leikmanni hvers árs.

,,Cristiano átti skilið að vinna Ballon d’Or allavegana einu sinni á síðustu tveimur árum,“ sagði Mendes en Ronaldo spilar í dag fyrir Juventus.

,,Ef hann hefði spilað fyrir Real Madrid þá hefði hann unnið en hann getur unnið á næsta ári.“

..Að mínu mati er það ósanngjarnt að Cristiano hafi ekki unnið, hann vann Þjóðadeildina og er sigurvegari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt