Paul Pogba miðjumaður Manchester United hefur ekki getað spilað með liðinu síðustu mánuði vegna meiðsla í ökkla.
Pogba hefur hafið æfingar með liðinu en ekkert getað spilað, hann vill fara frá félaginu en ekki fengið það.
United býst við því að Pogba geti byrjað að spila á næstu vikum en miðsvæði liðsins, er þunnskipað. Pogba hefur verið frá í ellefu vikur og núna er hann veikur. Bakslag í endurkomu hans.
,,Núna er Pogba veikur, hann verið heima í tvo eða þrjá daga. Það er ekki gott,“ sagði Solskjær.
,,Paul er frábær leikmaður, við viljum sjá hann spila besta fótboltann sinn með Manchester United. Við verðum að ná honum í gang, það gæti verið hálftími í fyrsta leik. Við erum að setja mikla áherslu á að fá hann aftur.“