fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Eftir 11 vikur í meiðslum þá er Pogba núna veikur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba miðjumaður Manchester United hefur ekki getað spilað með liðinu síðustu mánuði vegna meiðsla í ökkla.

Pogba hefur hafið æfingar með liðinu en ekkert getað spilað, hann vill fara frá félaginu en ekki fengið það.

United býst við því að Pogba geti byrjað að spila á næstu vikum en miðsvæði liðsins, er þunnskipað. Pogba hefur verið frá í ellefu vikur og núna er hann veikur. Bakslag í endurkomu hans.

,,Núna er Pogba veikur, hann verið heima í tvo eða þrjá daga. Það er ekki gott,“ sagði Solskjær.

,,Paul er frábær leikmaður, við viljum sjá hann spila besta fótboltann sinn með Manchester United. Við verðum að ná honum í gang, það gæti verið hálftími í fyrsta leik. Við erum að setja mikla áherslu á að fá hann aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt