fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Atvinnumaður handtekinn: Grunaður um nauðgun – Neitar allri sök

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baptiste Valette er ekki nafn sem margir kannast við en hann er þó nokkuð þekktur í Frakklandi.

Valette er 27 ára gamall og spilar með AS Nancy í Frakklandi – liðið leikur í næst efstu deild þar í landi.

Hann kom til félagsins á þessu ári en var áður hjá Nimes og Saint-Etienne.

Valette var handtekinn á sunnudaginn en hann er grunaður um að hafa nauðgað 18 ára gamalli stúlku.

Valette hefur sjálfur neitað allri sök í málinu en hún hefur lagt fram kæru á hendur leikmannsins.

Í skýrslu saksóknara er talað um að þau tvö hafi kysst með samþykki stúlkunnar en hún vildi ekki ganga lengra.

Valette er þá sakaður um að hafa nauðgað stúlkunni en hann viðurkennir að þau hafi stundað kynlíf. Það var þó með hennar samþykki að hans sögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt