Allt stefnir í að Arsenal muni á næstu dögum ráða Mikel Arteta, aðstoðarþjálfara Manchester City til starfa.
Forráðamenn Arsenal funduðu á heimili Arteta í Manchester, í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Fyrr um daginn hafði City unnið 0-3 sigur á Arsenal í London.
Arteta var áður leikmaður Arsenal en félagið skoðaði að ráða hann fyrir rúmu ári þegar Unai Emery, var ráðinn.
Vinai Venkatesham, stjórnarmaður Arsenal var á heimili Arteta fram eftir nóttu að ræða við hann. Huss Fahmy, lögfræðingur félagsins og maðurinn sem sér um alla samninga, var einnig með.
Ljóst er að niðurstaða í máið fæst á næstu dögum en Sky segir að Arteta sé líklegur í starfið. Freddie Ljungberg hefur stýrt Arsenal tímabundið, eftir að Emery var rekinn.