fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Segir það til skammar hvernig Liverpool kemur fram við konurnar sínar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. desember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea segir það til skammar hvernig Liverpool kemur fram við kvennaliðið sitt. Völlurinn sem félagið notar á Prenton Park, er ansi illa farinn.

Grasið á vellinum er orðið lélegt og þegar rignir verður völlurinn að algjörum drullupolli. Chelsea og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í gær.

,,Þessi völlur á ekki að vera hluti af þessari deild, við eigum skilið meira. Liverpool sem eru Evrópumeistarar, ættu að bjóða kvennaliði sínu upp á betri aðstæður,“ sagði Hayes.

,,Þetta er lélegast völlurinn í deildinni, þetta er til skammar.“

Kvennafótbolti í Englandi hefur verið í mikilli sókn og mætingin á leikina í úrvalsdeild, aldrei verið betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“