fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Segir framkomu Özil til skammar: „Eins og lítill frekur krakki“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. desember 2019 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil, leikmaður Arsenal, var hundfúll í gær er liðið spilaði við Manchester City. Arsenal var ekki sannfærandi á heimavelli í gær og hafði City betur með þremur mörkum gegn engu.

Özil var tekinn af velli á 58. mínútu leiksins og var ekki ánægður með þá ákvörðun Freddie Ljungberg. Özil tók af sér vettlingana og sparkaði þeim burt áður en hann strunsaði beint inn í klefa.

Özil var sér til skammar að mati Piers Morgan en hann er einn frægasti stuðningsmaður Arsenal.

,,Özil var tekinn af velli og hagaði sér eins og krakki, tók af sér vettlingana og var eins og frekur krakki,“
sagði Morgan.

,,Algjörlega til skammar, þetta var besta spyrna Özil í leiknum þegar hann sparkaði í vettlingana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“