fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Hefur fylgt liðinu út um alla Evrópu: Lést á leið til Lundúna í gær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. desember 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur staðfest að stuðningsmaður félagsins, hafi látið lífið á leið sinni til Lundúna í gær. Hann ætlaði sjá sína menn heimsækja Arsenal.

City vann góðan sigur á Arsenal í London í gær en stuðningsmaðurinn, sem hafði fylgt liðinu út um alla Evrópu í mörg ár, féll frá á leið sinni þangað.

Ekki kemur fram hver dánarorsök mannsins voru. ,,Við viljum votta fjölskyldu og vinum samúð okkar, hann hafði stutt City allt sitt líf. Hann var á leið á leikinn gegn Arsenal,“ sagði í yfirlýsingu félagsins.

,,Hugur allra hjá félaginu er hjá fjölskyldu hans og vinum, á þessum erfiðu tímum.“

City vann 0-3 sigur í London í gær en Kevin De Bruyne skoraði tvö og Raheem Sterling eitt mark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“