fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Flutti til Ólafsvíkur vegna spilafíknar: „Kom ekki til greina að fara í meðferð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2019 10:06

Ejub Purisevic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ejub Purisevic var í einkar áhugaverðu viðtali við strákana á Fótbolta.net, á X977 um helgina. Þar fór hann yfir sögu sína á Íslandi. Ejub hefur verið á Íslandi í tæp 30 ár, fyrst sem leikmaður og síðan sem þjálfari.

Eftir langa dvöl í Ólafsvík ákvað Ejub í haust að taka að sér þjálfun hjá Stjörnunni. Ejub fór fyrst til Ólafsvíkur, vegna spilafíknar. Hann hafði glímt við talsvert vandamál en hefur aldrei sagt sögu sína áður.

„Ég hef aldrei sagt frá þessu en ætla mér samt að gera það núna. Ég þurfti að finna lausnir á mínum málum. Á þessum tíma, sérstaklega eftir tímann hjá Val var ég rosalega mikið í spilakössum. Ég spilaði rosalega mikið og ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað í mínum málum. Ég ákvað að fara frá Reykjavík. Það kom ekki til greina að fara í meðferð en ég vissi að ég yrði að gera eitthvað,“ sagði Ejub á X977.

Ejub vann kraftaverk í fótboltanum á Ólafsvík og verður goðsögn í bænum, um ókomna tíð.

„Ég hef ekki sagt neinum frá þessu nema konunni til þessa. Þetta var til að byrja með stærsta ástæðan af hverju ég fór frá Reykjavík til Ólafsvík. Ég vildi laga hlutina hjá mér og það tók nokkur ár. Ég setti ekki krónu í spilakassa í tíu-tólf ár. Ég var rosalega ánægður að ég gat unnið í sjálfum mér og lagað hluti í kringum mig. Það var þess virði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“