Memphis Depay, leikmaður Lyon, verður lengi frá keppni vegna meiðsla sem hann hlaut í gær.
Memphis er 25 ára gamall en hann er einn allra mikilvægasti leimmaður Lyon og ber fyrirliðabandið.
Hann meiddist í 0-1 heimatapi gegn Rennes í gær og verður frá í marga mánuði vegna þess.
Félagið staðfesti það eftir leik en Memphis sleit krossband og verður frá í allavegana sex mánuði.
Það eru því allar líkur á því að Memphis verði ekki með hollenska landsliðinu sem spilar á EM næsta sumar.