fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Gat ekkert hjá Arsenal en er með mun betri tölfræði en einn besti miðjumaður sögunnar

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. desember 2019 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur kannski mörgum á óvart að vita það að Gervinho, fyrrum leikmaður Arsenal, er með betri tölfræði í ítölsku úrvalsdeildinni en goðsögnin Zinedine Zidane.

Gervinho gat lítið sem ekkert á Englandi en hann færði sig síðar til Roma og hélt svo til Kína fyrir peningana.

Gervinho spilaði með Hebei China Fortune í tvö ár og skoraði þar fjögur mörk í 29 leikjum.

Hann samdi svo við Parma árið 2018 og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins í Serie A.

Gervinho hefur gert samtals 31 mark í 115 leikjum fyrir Roma og Parma og lagt upp önnur 24 mörk sem er mjög góður árangur.

Til samanburðar þá spilaði Zidane 151 leik með Juventus, skoraði 24 mörk og lagði aðeins upp 14.

Gervinho:

Zinedine Zidane:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn