fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Mikil dulúð yfir fyrirtæki sem Aron Einar og Kristbjörg eru að opna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2019 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands í knattspyrnu og eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir samfélagsmiðlastjarna og einkaþjálfari eru að opna nýtt fyrirtæki.

Frá þessu greina þau á Instagram síðum sínum í kvöld en ekkert er gefið upp um hvers konar rekstur er að ræða.

,,Ég er að koma til Íslands, ég er búinn að vera að vinna að verkefni. Að stofna fyrirtæki, ég get loksins farið að deila því með ykkur. Eftir nokkra daga,“ segir Kristbjörg á Instagram síðu sinni.

Þau hjónin hafa verið talsvert í viðskiptalífinu hér á Íslandi og eiga meðal annars hlut í Bjórböðunum sem notið hafa vinsælda á Árskógssandi.

Aron Einar er einn þekktasti núlifandi Íslendingurinn, hann hefur öðlast heimsfrægð eftir gott gengi íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Hann leikur í dag með Al-Arabi í Katar þar sem fjölskyldan býr.

Fram kemur að fyrirtækið verði formlega opinberað þann 13 desember en á meðan hvílir mikil leynd yfir málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“
433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það