Markus Babbel, fyrrum leikmaður Liverpool, viðurkennir að hann hafi ekki alltaf verið til fyrirmyndar hjá félaginu.
Babbel lék með Liverpool frá 2000 til 2004 en var svo seldur til Stuttgart í Þýskalandi.
Babbel meiddist illa er hann var hjá Liverpool og sýndi ekki mikinn metnað í að komast aftur í sitt besta stand.
,,Ég fór mikið út á lífið. Ég drakk mikið og reykti. Ef þú vilt jafna þig á meiðslum í hæsta gæðaflokki þá verðuru að hafa aga,“ sagði Babbel.
,,Í eitt eða tvö ár þá sýndi ég engan aga því ég lifði mínu lífi. Það var vandamál fyrir Liverpool.“
,,Þeir sáu mig, atvinnumanninn, sem hafði spilað 60 af 63 leikjum byrja að fara út á lífið að drekka og reykja.“
,,Fyrir einhleypa menn þá er England paradís. Það er mjög auðvelt að gera heimskulega hluti.“