Tammy Abraham, leikmaður Chelsea, sá seinni hálfleikinn gegn Valencia í símanum sínum í vikunni.
Abraham fór meiddur af velli í hálfleik í Meistaradeildinni og ákvað að kveikja á símanum til að sjá seinni hálfleikinn í leik sem endaði 2-2.
,,Þetta var ótrúlegur leikur. Ég fór aftur í búningsklefann og ég horfði á leikinn í símanum,“ sagði Abraham.
,,Þessi útsending var nokkrum mínútum eftir á. Ég heyrði allt frá stuðningsmönnunum í stúkunni, ég horfði og það var mikill hristingur.“
,,Ég hefði verið til í að spila áfram og meiðast ekki en mér líður mun betur en þegar þetta gerðist. Ég óttaðist það versta í byrjun.“