Matthew Jones hjá MJJ fyrirtækinu er maðurinn sem allir ríku knattspyrnumennirnir á Englandi eiga í viðskiptum við. Hann sér um að græja úr, skart og síma fyrir alla ríkustu mennina. Jones er eini starfsmaðurinn hjá MJJ og er einn eigandi.
Marcus Rashford og Nicolas Pepe hafa verslað af honum undanfarið, framherji Manchester United var að kaupa sér hálsmen á rúmar 4 milljónir. Hann keypti einnig úr af Jones sem kostar meira en 15 milljónir eða meira, um er að ræða Richard Mille úr.
Pepe keypti sér Rolex úr á tæpar 5 milljónir en Raheem Sterling og Gabriel Jesus hafa eining verslað við hann. Jesus fékk sér Iphone síma sem er með mynd af sér aftan á.
Hann er duglegur að heimsækja knattspyrnumenn og selja þeim dýra hluit. Sergio Ramos, Gabriel Jesus, Roberto Firmino, Alvaro Morata, Ederson, Dele Alli, Raheem Sterling og Luka Modric eru á meðal kúnna hans.
,,Ég byrjaði á að tala við alla umboðsmenn á Englandi, þeir komu mér svo í samband við leikmenn,“ sagði Jones og þannig byrjar boltinn að rúlli.