Sveinn Aron Guðjohnsen var í byrjunarliði Spezia í kvöld sem mætti Cosenza í ítölsku B-deildinni.
Sveinn hefur komið sterkur inn í lið Spezia undanfarnar vikur og fær reglulega að byrja leiki.*
Framherjinn komst ekki á blað í kvöld en hann lagði upp eina mark gestanna í 1-1 jafntefli.
Cosenza komst yfir áður en Spezia jafnaði í seinni hálfleik og fékk mikilvægt stig í fallbaráttunni.