Stan Kroenke, eigandi Arsenal hafði ákveðið á mánudag að Unai Emery yrði rekinn úr starfi. Hann ákvað að bíða með að reka hann fyrr en eftir leikinn við Frankfurt.
Emery var rekinn úr starfi í dag eftir 19 mánuði í starfi eftir tap gegn Frankfurt.
Arsenal hefur ákveðið að reka Unai Emery úr starfi sem knattspyrnustjóra félagsins. Þetta var staðfest rétt í þessu.
Arsenal hefur spilað illa síðustu vikur. Gengi liðsins síðustu vikur er það versta frá 1992. Arsenal hefur ekki unnið í síðustu sjö leikjum en liðið tapaði gegn Frankfurt í Evrópudeildinni í gær.
Liðið heimsækir Norwich á sunnudag í leik sem liðið ætti á eðlilegum degi að vinna. Freddie Ljungberg muni stýra liðinu þar.
Ekki kemur fram hversu lengi, Ljugberg stýrir liðinu en hann mun eflaust taka nokkra leiki. Mac Allegri og fleiri eru orðaðir við starfið.
Um allan heim í dag er svartur föstudagur og hann var sérstaklega svartur fyrir Emery en örlög hans voru ákveðinn á mánudag.