Mariano Diaz, leikmaður Real Madrid, er á förum frá félaginu en þetta hefur umboðsmaður hans staðfest.
David Aranda er umboðsmaður Mariano en skjólstæðingur hans hefur fengið lítið að spila á Spáni.
Hann var keyptur til Lyon á sínum tíma en Real ákvað að nýta sér klásúlu og keypti hann aftur sumarið 2018.
Það er ekki komið á hreint hvert leikmaðurinn er að fara en það mun koma í ljós á næstunni.
,,Hann verður lánaður annað í tvö tímabil en við höfum enn ekki ákveðið hvaða félag það verður,“ sagði Aranda.